/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Björn Thors

Leikari, Leikstjóri
/

Leikari

Björn Thors útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2003. Hann hefur m.a. leikið í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá Vesturporti, Frú Emilíu, Volksbühne, Burgtheater, Lyric Hammersmith og The Royal Alexandra, og í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, m.a. í Kötlu, Brotum, Svari við bréfi Helgu, París norðursins, Djúpinu og Frosti. Hann leikstýrir hér Saknaðarilmi í vetur og leikur í Ekki málið, en meðal nýlegra verkefna sem leikari í Þjóðleikhúsinu eru einleikurinn Vertu úlfur, Nokkur augnablik um nótt og Atómstöðin. Meðal verkefna hans sem höfundur eru Kenneth Máni og heimildaverkið Flóð. Hann hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir Vertu úlfur, Græna landið, Vestrið eina, Íslandsklukkuna og Afmælisveisluna. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Svar við bréfi Helgu og Fangavaktina og hefur hlotið þrjár tilnefningar að auki.

 

 

 

 

 

Meira um feril:

Björn lauk B.F.A. gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands vorið 2003. Björn hefur síðan meðal annars leikið hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Vesturporti, Frú Emilíu, Volksbühne í Berlín, Burgtheater í Vínarborg, Lyric Hammersmith í London og The Royal Alexandra í Toronto, og hefur auk þess farið með hlutverk í ýmsum kvikmyndum, t.a.m. Kona fer í stríð, París norðursins, Djúpinu, Frost, Þetta reddast og Borgríki.

Björn leikur einleikinn Vertu úlfur á Stóra sviði Þjóðleikhússins, en meðal nýjustu hlutverka hans hér er Búi Árland í Atómstöðinni.

Björn var einn handritshöfunda og annar tveggja leikstjóra kvikmyndarinnar Reykjavík Guesthouse – rent a bike. Hann var sömuleiðis einn höfunda einleiksins um Kenneth Mána. Björn var meðhöfundur og leikstýrði uppfærslu heimildaverksins Flóðs í Borgarleikhúsinu. Sýningin hlaut Sprotann, nýsköpunarverðlaun Leiklistarsambandsins og var einnig tilnefnd til Grímunnar sem besta sýning ársins. Útvarpsserían Flóð fékk tilnefningu til Prix Europa verðlaunanna 2016.

Björn hefur hlotið fimm Grímuverðlaun, fyrir Vertu úlfu, Græna landið, Vestrið eina, Íslandsklukkuna og Afmælisveisluna og var tilnefndur fyrir Alla syni mína, Killer Joe, Dínamít, Heimsljós, Kenneth Mána, Brot úr hjónabandi, Fólk, staði og hluti og Bæng. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir leik sinn í sjónvarpsseríunni Fangavaktinni og tilnefningu fyrir hlutverk sín í Come To Harm, Djúpinu og Frost. Hann hefur auk þess verið tilnefndur tvisvar til Menningarverðlauna DV og einu sinni til Nýsköpunarverðlauna Forseta Íslands. Björn hlaut Stefaníustjakann árið 2017, viðurkenningu úr minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur fyrir störf sín í leiklist.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími