Grínkjallarinn
Alltaf nýtt grín
Uppistand er nú þegar orðið þjóðaríþrótt íslenskra brandarasmiða og þess vegna breytum við Kjallaranum í alvöru grínbúllu í vetur.
Grínstjórar Kjallarans hita upp og kynna úrvalslið íslenskra uppistandara á fimmtudagskvöldum. Þú heyrir alltaf nýtt grín í Grínkjallaranum.
Meðal gesta sem koma fram í vetur eru: Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Saga Garðars, Snjólaug Lúðvíks, Vigdís Hafliða, Vilhelm Neto, Jóhann Alfreð, Rebecca Scott, Inga Steinunn og fleiri og fleiri.
3. október:
Hákon Örn
Inga Steinunn
Snjólaug Lúðvíks
Hugleikur Dagsson
Hekla Elísabet
Hugleikur Dagsson er grínstjóri á þriðja kvöldi Grínkjallarans og kynnir úrvalslið sprenghlægilegra grínista á sviðið. Tryggið ykkur miða á næstu grínsprengju!
Húsið opnar klukkan 20:00 og grín hefst klukkan 20:30.
KAUPA MIÐA