Matthías Tryggvi Haraldsson er listrænn ráðunautur Þjóðleikhússins og er dramatúrg í Eddu í vetur. Hann útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018. Meðal leikrita hans eru Síðustu dagar Sæunnar í Borgarleikhúsinu, Vloggið sem hann skrifaði fyrir Þjóðleikhúsið og Griðastaður sem sýnt var í Tjarnarbíói. Hann stefndi um hríð að heimsyfirráðum sem liðsmaður Hatara. Matthías hlaut Grímuverðlaunin 2023 fyrir leikrit sitt Síðustu dagar Sæunnar og verðlaun 2019 í flokknum Sproti ársins. Leikrit hans Griðastaður var tilnefnt til Grímunnar.

Starfsfólk Þjóðleikhússins
Matthías Tryggvi Haraldsson
Dramatúrg, Listrænn ráðunautur
