/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Pálmi Gestsson

Leikari
/

Pálmi Gestsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1982 og hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann hefur verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá árinu 1983 og farið hér með fjölda burðarhlutverka. Hann leikur hér í Eddu, Verkinu og Draumaþjófnum í vetur. Meðal nýlegra verkefna hans hér eru Nashyrningarnir, Útsending, Risaeðlurnar, Macbeth og Lér konungur. Ásamt félögum sínum í Spaugstofunni hefur Pálmi tekið þátt í gerð yfir 400 sjónvarpsþátta. Meðal nýlegra kvikmynda og sjónvarpsþátta eru Heima er best, Fyrir framan annað fólk og Ófærð. Pálmi var tilnefndur til Grímunnar fyrir Ör, Jónsmessunæturdraum, Hænuungana og Fyrirheitna landið.

 

Nánari upplýsingar um feril:

Pálmi lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1982 og hefur síðan þá leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, LR, í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars með Spaugstofunni.

Pálmi hefur verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá árinu 1983 og meðal nýlegra verkefna Pálma við leikhúsið eru Nashyrningarnir, Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Útsending, Meistarinn og Margaríta, Einræðisherrann, Jónsmessunæturdraumur, Risaeðlurnar, Svartalogn, Konan við 1000°, Sjálfstætt fólk – hetjusaga, Fjalla-Eyvindur, Maður að mínu skapi, Pollock?, Macbeth, Fyrirheitna landið, Hreinsun, Heimsljós, Lér konungur, Bjart með köflum, Hænuungarnir, Engisprettur og Hart í bak.

Meðal annarra hlutverka Pálma við Þjóðleikhúsið má nefna Prohaska yngri í Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni, Braskara-Björn í Ömmu þó, Helga í Skugga-Sveini, Kasper í Kardemommubænum (’85 og ’95), Billy Flinn í Chicago, Porterhouse í Með vífið í lúkunum, Herrick í Í deiglunni, Cléante í Aurasálinni, Viktor í Yermu, Pál í Brestum, Valmont í Háskalegum kynnum, Bill Sikes í Oliver Twist, Kvist í ballettinum Draumi á Jónsmessunótt, Torkelsen í Gleðispilinu, Ólaf í Elínu Helgu Guðríði, Jón í Hafinu, Doolittle í My Fair Lady, Önna í Kjaftagangi, Stefán í Þrettándu krossferðinni, Eugene yngri í Seið skugganna, McMurphy í Gaukshreiðrinu, Ragga Sagga í Taktu lagið, Lóa!, Pollock í Leigjandanum, Eirík leikstjóra í Nönnu systur, Hjálmar Ekdal í Villiöndinni, Bruce Delamitri í Poppkorni, Vigfús sýslumann í Solveigu, Krogstad í Brúðuheimili, Jón bónda í Gullna hliðinu, Tryggva í Landkrabbanum og Hannes Karlsson, eldri bróðurinn í Já, hamingjan, Simpson í söngleiknum Syngjandi í rigningunni, Georg í Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, de Guiche í Cyrano frá Bergerac, útflytjandann í Strompleiknum, Jonnipittimikka í Halta Billa og Hertogann af Bokkinham í Ríkarði þriðja, Hérastubb bakaria Dýrunum í Hálsaskógi og Louis Leplée og Bruno í Edith Piaf.

Pálmi hefur leikið í fjölda kvikmynda, en meðal þeirra nýjustu eru Fyrir framan annað fólk, Þrestir, Albatross og Afinn. Meðal annarra kvikmynda sem Pálmi hefur leikið í eru Gullsandur, Stella í orlofi, Benjamín dúfa, Englar alheimsins, Bíódagar, Ikingut og Vaxandi tungl. Ásamt félögum sínum hefur Pálmi unnið og leikið yfir 400 þætti af Spaugstofunni.

Hann lék í sjónvarpsþáttunum Ófærð.

Pálmi sat í Þjóðleikhúsráði um tólf ára skeið.

Pálmi var tilnefndur til Grímunnar – Íslensku leiklistarverðlaunanna fyrir leik sinn í Jónsmessunæturdraumi, Hænuungunum og Fyrirheitna landinu.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími