Heimsókn

Heimsókn

Hádegisleikhúsið
Leikstjórn
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Svið
Kjallarinn
Heimsókn

Spennandi leikrit eftir eitt af okkar efnilegustu ungskáldum, Hildi Selmu Sigbertsdóttur.

Móðir hefur boðað uppkomin börn sín á fund til að ræða ákveðin mál. Þau mæta hinsvegar með sinn eigin ásetning og eiga ýmislegt óuppgert við móður sína. Og hún við þau.

Skelltu þér í leikhús í hádeginu!

Hádegisleikhús í endurnýjuðum Leikhúskjallara hefur vakið mikla ánægju leikhúsgesta en þar sjá gestir ný, íslensk leikrit yfir léttum og ljúffengum hádegismat.

25 mín. leiksýning og léttur hádegisverður

Húsið er opnað kl. 11.30 og matur
er borinn fram á bilinu 11.45-12.10. Leiksýningin hefst kl. 12.20 og tekur tæpan hálftíma.

Gómsæt súpa og nýbakað brauð

Gestum er sannarlega velkomið að sitja áfram eftir sýningu.

Tilvalið fyrir vinnustaði

…ég hvet fólk til að nýta sér þennan dásamlega kost í hádeginu: Klukkutími og maður fær nærandi súpu og brauð og heila leiksýningu!

SA, TMM

LEIKARAR

Listrænir stjórnendur

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími