/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Edda Arnljótsdóttir

Leikari
/

Edda Arnljótsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1990. Hún hefur verið fastráðin við Þjóðleikhúsið frá útskrift og leikið hér fjölda hlutverka. Meðal verkefna hennar hér eru Sjö ævintýri um skömm, Frost, Atómstöðin-endurlit, Pétur Gautur, Hálsfesti Helenu, Vesalingarnir, Jónsmessunótt, Konan við 1000°, Litli prinsinn, Í hjarta Hróa hattar, Sporvagninn Girnd, Tímaþjófurinn, Svartalogn, Jónsmessunæturdraumur, Sjálfstætt fólk, Kirsuberjagarðurinn, Antígóna, Mýrarljós, Hafið, Mávurinn, Niflungahringurinn á Listahátíð 1994, Snædrottningin, Fávitinn, West Side Story, Þrek og tár, Leitt hún skyldi vera skækja og Þrjár systur. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir Þetta er allt að koma, Mýrarljós og Pétur Gaut.

 

 

Meira um feril:

Edda lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990 og hefur verið fastráðin við Þjóðleikhúsið frá útskrift.

Hún leikur í Sjö ævintýrum um skömm í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Meðal hlutverka hennar við Þjóðleikhúsið eru Ingunn í Pétri Gaut, Violetta í Sprengdri hljóðhimnu vinstra megin, Lóa í Hafinu, Kristjana í Ferðalokum, Masha í Mávinum, kona Leonardos í Blóðbrullaupi, Jörð í Niflungahringnum á Listahátíð 1994, titilhlutverkið í Snædrottningunni, Adelaída í Fávitanum, Graziella í West Side Story, Hildur í Stakkaskiptum, Mathurine í Don Juan, Fífa í Sem yður þóknast, Didda í Þreki og tárum, Hippólíta í Leitt hún skyldi vera skækja, Olga í Þremur systrum og Ólafía í Krabbasvölunum.

Meðal annarra hlutverka hennar hér eru Finna í Sjálfstæðu fólki, Varja í Kirsuberjagarðinum, Ísmena í Antígónu, Katla allragagn í Vatni lífsins, Jodelet og Lísa í Cyrano frá Bergerac, Óla í Strompleiknum, Mútta í Halta Billa, Súsanna í söngleiknum Með fullri reisn, Malín stofustúlka í Jóni Gabríel Borkmann, Sigríður Mirra og Julia Messing í Þetta er allt að koma, Madame Véronique og Madame Billy í Edith Piaf, afgreiðslustúlkan í Norðri og Móníka Murray í Mýrarljósi.

Meðal nýjustu verkefna hennar hér eru Atómstöðin – endurlit, Útsending, Ronja ræningjadóttir, Leitin að jólunum, Fagnaður, Pétur Gautur, titilhlutverkið í Hálsfesti Helenu, Konan áður, Sólarferð, Sumarljós, Brennuvargarnir, Oliver, Ballið á Bessastöðum, Leitin að jólunum, Allir synir mínir, Bjart með köflum, Vesalingarnir, Jónsmessunótt, Þingkonurnar, Konan við 1000°, Litli prinsinn, Í hjarta Hróa hattar og Sporvagninn Girnd, Faðirinn, Fjarskaland, Tímaþjófurinn, Svartalogn og Jónsmessunæturdraumur.

Edda var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í Þetta er allt að koma, Mýrarljósi og Pétri Gaut.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími