Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir útskrifaðist sem klæðskeri frá LaSalle College International Vancouver árið 2014 lauk BFA-prófi í búningahönnun frá Concordia University í Montréal í Kanada árið 2020. Hún hefur hannað búninga fyrir sýningar í Montréal, og í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hún starfar jafnframt sem klæðskeri í búningadeild Þjóðleikhússins. Hún hannar búninga fyrir Eltum veðrið og Yermu í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Starfsfólk Þjóðleikhússins