/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ýmir Ólafsson

Ljósamaður
/

Ýmir Ólafsson hefur starfað sem ljósamaður og tæknistjóri á sýningum í Þjóðleikhúsinu frá árinu 2021. Hann hannaði lýsingu fyrir Ekki málið hér ásamt Birni B. Guðmundssyni. Hann stundaði nám við tölvu- og rafmagnsfræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hann hefur m.a. hannað lýsingu fyrir 14 sýningar á Reykjavík Fringe Festival og fyrir Sönglist. Hann hefur séð um tæknistjórn á fjölda viðburða, svo sem Reykjavík Fringe Festival og Bræðslunni, og hjá Borgarleikhúsinu. Hann vann hjá Íslensku óperunni og í Hörpu í nokkur ár, m.a. sem tæknimaður, sviðsmaður og ljósamaður, og við stjórn flugtölvu og eltiljósa. Hann vann um hríð sem ljósamaður hjá Exton.

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími