Ýmir Ólafsson hefur starfað sem ljósamaður og tæknistjóri á sýningum í Þjóðleikhúsinu frá árinu 2021. Hann hannaði lýsingu fyrir Ekki málið hér ásamt Birni B. Guðmundssyni. Hann stundaði nám við tölvu- og rafmagnsfræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hann hefur m.a. hannað lýsingu fyrir 14 sýningar á Reykjavík Fringe Festival og fyrir Sönglist. Hann hefur séð um tæknistjórn á fjölda viðburða, svo sem Reykjavík Fringe Festival og Bræðslunni, og hjá Borgarleikhúsinu. Hann vann hjá Íslensku óperunni og í Hörpu í nokkur ár, m.a. sem tæknimaður, sviðsmaður og ljósamaður, og við stjórn flugtölvu og eltiljósa. Hann vann um hríð sem ljósamaður hjá Exton.
Starfsfólk Þjóðleikhússins