/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Nína Dögg Filippusdóttir

/

Nína Dögg Filippusdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2001 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún er einnig handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi. Hún er meðal stofnenda Vesturports og lék m.a. í Rómeó og Júlíu, Hamskiptunum og Faust hérlendis sem erlendis. Hún leikur í Rómeó og Júlíu, Jólaboðinu og Ást og upplýsingum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hér hefur hún m.a. leikið í Óþelló, Tímaþjófnum, Sporvagninum Girnd og Fjalla-Eyvindi, og í Borgarleikhúsinu í Fólk staðir hlutir og Fjölskyldunni. Hún lék m.a. í Ófærð, Broti, Hafinu, Börnum, Foreldum og Föngum. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímuverðlaunanna og Edduverðlaunanna og hlaut Grímuna fyrir Fólk staðir hlutir og Edduna fyrir Brim og Hjartastein.

 

Nánar um feril:

Nína Dögg útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Hún hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún er jafnframt handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi.

Hún leikur í Rómeó og Júlíu, Jólaboðinu og Ást og upplýsingar í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Í Þjóðleikhúsinu hefur Nína Dögg leikið í Loddaranum, Jagó í Óþelló, Öldu í Tímaþjófnum, Blanche í Sporvagninum Girnd, Höllu í Fjalla-Eyvindi, í Rambó 7 og Átta konum

Nína er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlíu, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúnunni og Faust. Hún hefur ferðast víða með Vesturporti og leikið bæði í London og víða á leikferðum leikhópsins

Nína lék í Kryddlegnum hjörtum, Púntilla og Matta, Fjölskyldunni, Dúfunum, Furðulegt háttalag hunds um nótt og Fólk staðir hlutir í Borgarleikhúsinu. Nína lék í Englabörnum í Hafnarfjarðaleikhúsinu. Nína lék í uppsetningu breska leikhópsins Kneehigh á Don Jon og ferðaðist með þá sýningu um Bretland.

Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljósi, Hafinu, Börnum og Foreldrum, Sveitabrúðkaupi, Kóngavegi og Brimi. Hún lék einnig í sjónvarpsþáttunum Brot, Föngum, Ófærð, Stelpunum og Heimsendi.

Nína Dögg var valin Shooting Star 2003. Hún hefur verið tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem og Edduverðlaunanna og hlotið verðlaun í flokknum leikkona ársins, nú síðast hlaut hún Edduna fyrir Hjartastein. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Fólk staðir hlutir. Nína hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005.

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími