Til hamingju með að vera mannleg

Til hamingju með að vera mannleg

Ástarjátning til lífsins – ljóð, leikur, söngur, grín og dans!
Höfundur
Sigríður Soffía Níelsdóttir
Samstarfsaðili
Níelsdætur
Svið
Stóra sviðið
Frumsýning
19. apríl 2023

Til hamingju með að vera mannleg er nýtt íslenskt verk byggt á ljóðabók Siggu Soffíu sem hún skrifaði þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð í heimsfaraldri. Verkið fjallar um þrautseigju, um andlegan styrk og um samfélag kvenna sem standa hver með annarri. Einnig um mikilvægi þess að treysta á aðra til að lifa af, um andlegt og líkamlegt þol og klisjurnar sem sanna sig aftur og aftur, eins og: „Það sem drepur þig ekki styrkir“. Og ekki síst um hvernig hægt er að sjá það fallega í erfiðustu aðstæðum.

 

Ég bjó í 5fm rými í huga mínum,
með hverri hugleiðslu stækkaði rýmið,
með hverri stund í lyfjamóki flúði ég inn í
mjúkan hugann og byggði þar hús og hallir.
Síðar gat ég brotið heiminn niður og
endurraðað púslunum.
Hugur minn er ekki lengur skilgreint rými,
hann er ósnortin náttúra, engi,
syngjandi hrossagaukur,
dramatísk fjöll og fljót,
brimandi sjór og lygnar lindir.

 

Leikarar og dansarar

Listrænir stjórnendur

Leikstjóri, danshöfundur og höfundur texta
Aðstoðarleikstjóri
Tónskáld

Níelsdætur í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og Menningarráðuneytinu úr Sviðslistasjóði og Launasjóði sviðslistafólks.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími