/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Stefán Hallur Stefánsson

/

Stefán Hallur hefur starfað með Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Vesturporti, Vér Morðingjum, Aldrei óstelandi, Sokkabandinu, ART í Bandaríkjunum og CDN Orleans í Frakklandi.

Stefán Hallur útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006.

Hjá Þjóðleikhúsinu hefur hann meðal annars leikið í Samþykki, Horft frá brúnni,  Góðu fólki, Í hjarta Hróa hattar, Hleyptu þeim rétta inn, ≈ [um það bil], Karitas, Sjálfstæðu fólki, Fjalla-Eyvindi, Ofsa (í samstarfi við Aldrei óstelandi), Eldrauninni, Hreinsun, Heimsljósi, Lé konungi, Heddu Gabler, Íslandsklukkunni, Gerplu, Brennuvörgunum, Sumarljósi, Bakkynjum, Legi, Óhappi, Baðstofunni, Þeim ljóta, Macbeth og Sædýrasafninu.

Hann lék í (90)210 Garðabær sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við Leikfélagið Geirfugl. Hann lék einleikinn Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti sem sýndur var hér í samstarfi við ST/unu.

Stefán Hallur lék í Lúkasi og Sjöundá á vegum Aldrei óstelandi hér í Þjóðleikhúsinu, í Bastörðum hjá Vesturporti/LR, Hvörfum hjá Lab Loka, Enron hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Mojito í Tjarnarbíói, Ritskoðaranum og Hér & Nú hjá Sokkabandinu, Penetreitor og Bubba Kóngi hjá Vér Morðingjum, Afgöngum hjá Austurbæ og Woyzeck hjá Vesturporti.

Stefán Hallur hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars í Pressu, Jóhannesi, Desember, Roklandi og Djúpinu.

Stefán Hallur leikstýrði Þínu eigin leikriti I – Goðsögu, Litla prinsinum og Sögustund: Búkollu hér í Þjóðleikhúsinu.

Hann hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Samþykki og Góðu fólki, og var tilnefndur fyrir  tilnefndur til Grímunnar fyrir Lúkas hjá Aldrei Óstelandi, Eldraunina og ≈ [um það bil] hjá Þjóðleikhúsinu og Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti hjá StUnu. Þitt eigið leikrit – Goðsaga var tilnefnt til Grímunnar sem barnasýning ársins. Stefán Hallur hlaut Grímuverðlaunin fyrir Útvarpsleikrit ársins, Lifun, eftir Jón Atla Jónasson.

www.cargocollective.com/stefanhallur

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími