/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sigríður Soffía Níelsdóttir

Dansari, Danshöfundur, Höfundur
/

Sigríður Soffía útskrifaðist sem listdansari frá Listaháskóla Íslands áríð 2009, þar sem hún sótti einnig nám í loftfimleikum við Ecole Superior des Arts de Cirque í Brussel.
Árið 2020 útskrifaðist hún með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, eftir að hafa átt og rekið eigið fyrirtæki í mörg ár, Níelsdætur og nýsköpunarfyrirtækið Eldblóm (eldblom.com).

Ljóðabók hennar, Til hamingju með að vera mannleg, kom út þann 1. apríl sl. en bókin er í lýsingu höfundar dagbók manneskju sem er í örvæntingu að reyna að klóra sig í gegnum tímabil og grípa hugmyndir hverju sinni til að gera það er sem réttast í stöðunni.
Í ljóðunum er mikil hræðsla og mikil spenna sem Sigga Soffía horfir á sem mikilvægan þroska í dag. 19. apríl verður samnefnt leikverk byggt á ljóðum hennar frumsýnt í Þjóðleikhúsinu.

Sigga Soffía Níelsdóttir hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin á Bessastöðum í fyrra. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem veitt eru árlega og hefur forseti Íslands verið verndari verðlaunanna frá upphafi, árið 1981.

Sigríður Soffía Níelsdóttir vakti mikla athygli árið 2013 þegar hún hlaut Menningarverðlaun DV fyrir að umbreyta flugeldasýningu Menningarnætur, sem hún gerði svo næstu tvö ár. Árið 2017 sýndi hún flugeldasýniniguna “Northern Ligths” á La Mercé hátíðinni í Barcelona.

Hún hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín og verið tilnefnd til Íslensku sviðslistaverðlaunanna (Grímunnar) fyrir besta danshöfundinn (2011) fyrir framleiðslu (2015) og besti dansari (2017).

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími