/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Elva Ósk Ólafsdóttir

Leikari
/

Elva Ósk Ólafsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1989. Hún leikur í Framúrskarandi vinkonu og Sjö ævintýrum um skömm í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún hefur leikið fjölda hlutverka í Þjóðleikhúsinu og víðar, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún lék hér m.a. í Gauragangi, Þreki og tárum, Oleönnu, Óskastjörnunni, Komdu nær, Brúðuheimilinu, Horfðu reiður um öxl, Veislunni, Hart í bak, Þetta er allt að koma, Hafinu og Svartalogni. Hún lék m.a. í Húsi Bernörðu Alba og Íslandsklukkunni hjá LA, Ég er meistarinn í Borgarleikhúsinu, Hamskiptunum hjá Vesturporti og í kvikmyndunum Hafið og Köld slóð. Hún fór með hlutverk Hallgerðar langbrók hjá Njálusetrinu. Hún hlaut Menningarverðlaun DV fyrir Brúðuheimili og Edduna fyrir Hafið og var tilnefnd til Grímunnar fyrir Veisluna og Hjónabandsglæpi.

 

 

Nánar um feril:

Elva Ósk Ólafsdóttir lauk námi við Leiklistarskóla Íslands árið 1989 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Elva Ósk hefur farið með fjölda burðarhlutverka við Þjóðleikhúsið og lék hér meðal annars í Gauragangi, Snædrottningunni, Oleönnu, Stakkaskiptum, Þreki og tárum, Don Juan, Sem yður þóknast, Grandavegi 7, Óskastjörnunni, Komdu nær, Brúðuheimilinu, Horfðu reiður um öxl, Vilja Emmu, Veislunni, Rauða spjaldinu, Jóni Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Öxinni og jörðinni, Dínamíti, Hjónabandsglæpum, Hart í bak, Hafinu og Svartalogni.

Elva Ósk lék veigamikil hlutverk í Húsi Bernörðu Alba og Íslandsklukkunni hjá Leikfélagi Akureyrar.

Elva Ósk hefur meðal annars leikið í Ferjunni, Hamlet, Ég er meistarinn, Kjöti, Heima hjá ömmu og Englum í Ameríku í Borgarleikhúsinu. Hún lék einnig í Nóttin nærist á deginum, sem var samstarfsverkefni í Borgarleikhúsinu.

Hún lék í Hamskiptunum hjá Vesturporti, jafnt hér á Íslandi sem á leikferðum erlendis.

Meðal kvikmynda sem Elva Ósk hefur leikið í eru Ófeigur gengur aftur, Stuttur frakki, Benjamín dúfa, Ikingut, Hafið og Köld slóð. Hún lék einnig í framhaldsþáttunum Erninum hjá Danmarks Radio.

Elva Ósk hlaut Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir túlkun sína á hlutverki Nóru í Brúðuheimili og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í Veislunni og Hjónabandsglæpum. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Hafinu. Hún hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2007.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími