fbpx
/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Elva Ósk Ólafsdóttir

/

Elva Ósk Ólafsdóttir lauk námi við Leiklistarskóla Íslands 1989. Hún hefur farið með fjölda hlutverka í leikhúsum, einkum í Þjóðleikhúsinu. Síðasta lék hún þar í leikritunum Hafinu og Svartalogni. Hún leikur í Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Einnig hefur hún leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta m.a. í framhaldsþáttunum Erninum hjá Danmarks Radio.

Elva Ósk hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hafinu, Menningarverðlaun DV fyrir túlkun sína á hlutverki Nóru í Brúðuheimilinu og hefur fengið tilnefningar til Grímuverðlaunanna. Stefaníustjakann hefur hún hlotið fyrir störf
sín að leiklist.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin:
virka daga frá kl. 14 – 18
um helgar frá 12 – 18
opið til 2o á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími