/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Kristín Þóra Haraldsdóttir

/

Leikari

Kristín Þóra Haraldsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og var þegar fastráðin hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún lék í Óvitum, Ökutímum og Fló á skinni hjá LA. Vorið 2008 var hún fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu. Þar lék hún meðal annars í Vestrinu eina, Rústað, Fólkinu í kjallaranum, Ofviðrinu, Strýhærða Pétri, Elsku barni, Fanny og Alexander, Tengdó, Hamlet litla, Óskasteinum, Sókratesi, Flóð, Auglýsingu ársins, Ræmunni og Guð blessi Ísland. Hún lék í Samþykki og Loddaranum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019, en hefur nú verið fastráðin við Þjóðleikhúsið og leikur um þessar mundir í Upphafi. Af nýlegum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum má nefna kvikmyndirnar Andið eðlilega og Lof mér að falla.

Kristín Þóra hlaut Grímuverðlaunin fyrir Auglýsingu ársins og var tilnefnd fyrir Loddarann, Gauragang, Samþykki, Óskasteina og Peggy Pickit sér andlit Guðs. Hún hlaut Stefaníustjakann árið 2014.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími