fbpx
/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hilmir Snær Guðnason

/

Hilmir Snær Guðnason lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1994 og hefur leikið í fjölmörgum leiksýningum og kvikmyndum, íslenskum sem erlendum, auk þess sem hann hefur leikstýrt fjölda sýninga. Meðal verka sem hann hefur leikið í má nefna Nashyrningana, Horft frá brúnni, Með fulla vasa af grjóti, Strýhærða Pétur og Listaverkið. Hilmir Snær hefur hlotið fjölmargar tilnefningar til Grímuverðlaunanna og hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í Vanja frænda, Hver er hræddur við Virginiu Woolf?, Veislunni og Ég er mín eigin kona og fyrir leikstjórn á Fjölskyldunni. Hann hefur hlotið Menningarverðlaun DV í leiklist og Edduverðlaunin.

 

Ýtarlegri upplýsingar um feril:

Hilmir Snær lauk námi við Leiklistarskóla Íslands árið 1994 og hefur farið með fjölmörg veigamikil hlutverk í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og í kvikmyndum, auk þess sem hann hefur leikstýrt fjölda sýninga.

Hilmir lék í Þjóðleikhúsinu í Loddaranum, Efa, Slá í gegn, Horft frá brúnni, Eldrauninni, Fyrirheitna landinu, Macbeth, Með fulla vasa af grjóti, Listaverkinu, Heimsljósi og Dagleiðinni löngu. Hann hefur einnig meðal annars leikið hér í Fávitanum, West Side Story, Þreki og tárum, Hamingjuráninu, Leitt hún skyldi vera skækja, Þremur systrum, Hamlet, Listaverkinu, Tveim tvöföldum, Fedru, Draumi á Jónsmessunótt, Horfðu reiður um öxl, Rauða spjaldinu, Veislunni, Með fulla vasa af grjóti, Ríkarði þriðja, Sorgin klæðir Elektru, Öxinni og jörðinni, Dínamíti, Hjónabandsglæpum og Ívanov.

Hann lék í söngleikjunum Hárinu og Rocky Horror hjá Flugfélaginu Lofti og lék í Oleanna, Vanja frænda, Beðið eftir Godot, Amadeusi, Milljarðamærin snýr aftur, Faust, Dúfunum, Ofviðrinu og Strýhærða Pétri í Borgarleikhúsinu.

Hann lék meðal annars í kvikmyndunum Agnesi, 101 Reykjavík, Englum alheimsins, Myrkrahöfðingjanum, Reykjavík-Guesthouse, Hafinu, Mávahlátri og Brúðgumanum og sjónvarpsmyndinni Allir litir hafsins eru kaldir. Hann lék í þýsku kvikmyndunum Blueprint og Erbsen auf halb sechs og bresku myndinni Guy-x.

Hilmir Snær leikstýrði Svartalogni, Pollock?, Spamalot, Gullna hliðinu og Böndunum á milli okkar í Þjóðleikhúsinu. Hann leikstýrði Krákuhöllinni hjá Nemendaleikhúsi LHÍ, Töfraflautunni í Íslensku óperunni, Hinn fullkomni maður á vegum Draumasmiðjunnar og Oleanna, Abigail heldur partí, Degi vonar, Fjölskyldunni og Kirsuberjagarðinum í Borgarleikhúsinu.

Hilmir Snær hefur hlotið fjölmargar tilnefningar til Grímuverðlaunanna og hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í Vanja frænda, Hver er hræddur við Virginiu Woolf?, Veislunni og Ég er mín eigin kona og leikstjórn sína á Fjölskyldunni. Hann fékk Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir túlkun sína á titilhlutverkinu í Hamlet. Hilmir hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Mávahlátri. Hann hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2000.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin:
virka daga frá kl. 14 – 18
um helgar frá 12 – 18
opið til 2o á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími