/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hilmir Snær Guðnason

Leikari
/

Hilmir Snær Guðnason útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1994 og hefur leikið í fjölmörgum leiksýningum og kvikmyndum, íslenskum sem erlendum, auk þess sem hann hefur leikstýrt fjölda sýninga. Meðal verkefna hans hér eru Nashyrningarnir, Horft frá brúnni, Með fulla vasa af grjóti, Ríkarður þriðji, Veislan og Listaverkið. Hann lék nú síðast í kvikmyndinni Dýrinu. Hann hefur hlotið fjölmargar tilnefningar til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir leik í Sjö ævintýrum um skömm, Vanja frænda, Hver er hræddur við Virginiu Woolf?, Veislunni og Ég er mín eigin kona og fyrir leikstjórn á Fjölskyldunni. Hann hlaut Menningarverðlaun DV fyrir Hamlet og Listaverkið og Edduverðlaunin fyrir Brúðgumann og Mávahlátur.

Hann leikur í Sjö ævintýrum um skömm í Þjóðleikhúsinu í vetur.

 

Nánari upplýsingar um feril:

Hilmir Snær lauk námi við Leiklistarskóla Íslands árið 1994 og hefur farið með fjölmörg veigamikil hlutverk í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og í kvikmyndum, auk þess sem hann hefur leikstýrt fjölda sýninga.

Hilmir lék í Þjóðleikhúsinu í Loddaranum, Efa, Slá í gegn, Horft frá brúnni, Eldrauninni, Fyrirheitna landinu, Macbeth, Með fulla vasa af grjóti, Listaverkinu, Heimsljósi og Dagleiðinni löngu. Hann hefur einnig meðal annars leikið hér í Fávitanum, West Side Story, Þreki og tárum, Hamingjuráninu, Leitt hún skyldi vera skækja, Þremur systrum, Hamlet, Listaverkinu, Tveim tvöföldum, Fedru, Draumi á Jónsmessunótt, Horfðu reiður um öxl, Rauða spjaldinu, Veislunni, Með fulla vasa af grjóti, Ríkarði þriðja, Sorgin klæðir Elektru, Öxinni og jörðinni, Dínamíti, Hjónabandsglæpum og Ívanov.

Hann lék í söngleikjunum Hárinu og Rocky Horror hjá Flugfélaginu Lofti og lék í Oleanna, Vanja frænda, Beðið eftir Godot, Amadeusi, Milljarðamærin snýr aftur, Faust, Dúfunum, Ofviðrinu og Strýhærða Pétri í Borgarleikhúsinu.

Hann lék meðal annars í kvikmyndunum Agnesi, 101 Reykjavík, Englum alheimsins, Myrkrahöfðingjanum, Reykjavík-Guesthouse, Hafinu, Mávahlátri og Brúðgumanum og sjónvarpsmyndinni Allir litir hafsins eru kaldir. Hann lék í þýsku kvikmyndunum Blueprint og Erbsen auf halb sechs og bresku myndinni Guy-x.

Hilmir Snær leikstýrði Svartalogni, Pollock?, Spamalot, Gullna hliðinu og Böndunum á milli okkar í Þjóðleikhúsinu. Hann leikstýrði Krákuhöllinni hjá Nemendaleikhúsi LHÍ, Töfraflautunni í Íslensku óperunni, Hinn fullkomni maður á vegum Draumasmiðjunnar og Oleanna, Abigail heldur partí, Degi vonar, Fjölskyldunni og Kirsuberjagarðinum í Borgarleikhúsinu.

Hilmir Snær hefur hlotið fjölmargar tilnefningar til Grímuverðlaunanna og hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í Vanja frænda, Hver er hræddur við Virginiu Woolf?, Veislunni og Ég er mín eigin kona og leikstjórn sína á Fjölskyldunni. Hann fékk Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir túlkun sína á titilhlutverkinu í Hamlet. Hilmir hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Mávahlátri. Hann hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2000.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími