/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sveinbjörg Þórhallsdóttir

Höfundur sviðshreyfinga
/

Sveinbjörg Þórhallsdóttir útskrifaðist sem dansari frá Alvin Ailey A.D.C. í New York 1995 og lauk meistaragráðu í kóreógrafíu frá Fontys háskólanum í Hollandi. Hún hefur unnið sem dansari og danshöfundur í öllum leikhúsum Reykjavíkur og víða erlendis. Meðal verkefna hennar eru Tímaþjófurinn og Leg í Þjóðleikhúsinu og Dúkkuheimilið II. hluti og Enron í Borgarleikhúsinu. Hún gegndi stöðu prófessors og fagstjóra dansbrautar hjá Listaháskóla Íslands 2011-2021 og kennir þar enn. Hún er menntaður hatha jóga kennari og romana pilates kennari. Hún var ein af stofnendum Reykjavík Dance Festival og Dansverkstæðisins. Hún hefur hlotið margar tilnefningar og verðlaun fyrir verk sín.

Sveinbjörg Þórhallsdóttir sér um sviðshreyfingar í Sjö ævintýrum um skömm í Þjóðleikhúsinu í vetur.

 

Nánar um feril:

Sveinbjörg útskrifaðist sem dansari frá Alvin Ailey A.D.C. í New York 1995 og lauk meistaragráðu í kóreógrafíu frá Fontys háskólanum í Hollandi. Hún hefur unnið reglulega sem dansari og danshöfundur í öllum leikhúsum Reykjavíkur og víða erlendis. Sveinbjörg hefur hlotið margar tilnefningar og verðlaun fyrir verk sín.

Sveinbjörg gegndi stöðu prófessors og fagstjóra dansbrautar hjá Listháskóla Íslands á árunum 2011-2021 og kennir þar enn reglulega.

Sveinbjörg er menntaður hatha jóga kennari og lýkur romana pilates námi í vor.

Hún var ein af stofnendum Reykjavík Dance Festival og Dansverkstæðisins.

Nokkur dæmi um verk hennar:
2021 ROF – Reykjvík Dance Festival
2018 Atomstar Listahátíð, Ásmundarsalur (collaboration with Steinunn Ketilsdóttir and Jóní Jónsdóttir.)
2018 Dúkkuheimilið 2.hl. Borgarleikhúsið
2017 Tímaþjófurinn Þjóðleikhúsið
2015 #PRIVATEPUSSY Gamla Bíó (samstarf við Steinunni Ketilsdóttur)
2014 REIÐ Borgarleikhúsið, Reykjavík Dance festival
2013 Eyja Þjóðleikhúsið, LHÍ
2011 How did you know Frankie? Hafnafjarðarleikhúsið, LHÍ
2011 Belinda and Goddess Reykjavík dance festival, Tjarnabíó (samstarf við Steinunni Ketilsdóttur)
2010 Enron Borgarleikhúsið
2009 Skoppa og Skrítla Borgarleikhúsið
2008 Private Dancer Borgarleikhúsið, Panice Productions, Grand Traverse Bordeaux
2008 Skekkja Íslenski Dansflokkurinn, Borgarleikhúsið
2007 Elasticity Hafnafjarðarleikhúið
2007 Leg Þjóðleikhúsið
2006 Red Lilies Hafnarfjarðarleikhúsið
2005 No He Was White Reykjavík Dance Festival, Ballhaus-Ost in Berlin, festival Grand Traverse Bordeaux (Collaboration, Panic Production)
www.sveinbjorg.com

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími