/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Stefán Jónsson

/

Stefán Jónsson útskrifaðist úr Guildhall School of Music and Drama í London 1989. Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga, sjónvarpsverkum og kvikmyndum. Leikstjórnarverkefni hans í Þjóðleikhúsinu eru Herjólfur er hættur að elska, Hænuungarnir, Túskildingsóperan, Fagnaður, Óhapp, Leg, Hreinsun, Baðstofan og Maður að mínu skapi. Leikstjórnarverkefni hans í Borgarleikhúsinu eru Sporvagninn Girnd, Terrorismi, Sekt er kennd, Belgíska Kongó, Draugalest, Héri Hérason, Enron, Ekki hætta að anda og Helgi Þór rofnar. Hann var fagstjóri og síðar prófessor við sviðslistadeild LHÍ, 2008-2018. Hann hefur oft verið tilnefndur til Grímunnar fyrir leik og leikstjórn og hlaut verðlaunin fyrir leikstjórn á Sjö ævintýrum um skömm og Kvetch og sem einn danshöfunda fyrir Forðist okkur.

Stefán leikstýrir Draumaþjófnum í Þjóðleikhúsinu í vetur og leikstýrði Sjö ævintýrum um skömm í fyrra.

 

Nánar um feril:

Stefán Jónsson útskrifaðist úr Guildhall School of Music and Drama í London, 1989.

Hlutverk Stefáns á leiksviðum landsins skipta mörgum tugum. Hann hóf ferilinn í Borgarleikhúsinu en var síðan lengst af fastráðinn við Þjóðleikhúsið.  Stefán hefur einnig leikið fjölda hlutverka með sjálfstæðum leikhópum, í sjónvarpi og kvikmyndum.

Í Þjóðleikhúsinu hefur hann leikstýrt; Herjólfur er hættur að elska, Hænuungunum, Túskildingsóperunni, Fögnuði, Óhappi, Legi, Hreinsun, Baðstofunni og Manni að mínu skapi.

Leikstjórnarverkefni í Borgarleikhúsi eru: Sporvagninn Girnd, Terrorismi, Sekt er kennd, Belgíska Kongó, Draugalest, Héri Hérason, Enron, Ekki hætta að anda og Helgi Þór rofnar.

Stefán gegndi stöðu fagstjóra og síðar prófessors við sviðslistadeild LHÍ, 2008-2018.

Stefán Jónsson hefur margoft verið tilnefndur til Grímunnar fyrir verk sín, bæði sem leikari og leikstjóri.  Hann hefur tvívegis hlotið Grímuna; fyrir leikstjórn á Kvetch og sem danshöfundur ársins, ásamt leikhópi, fyrir Forðist okkur.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími