/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ilmur Kristjánsdóttir

Leikari
/

Leikari

Ilmur Kristjánsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2003. Hún hefur leikið í fjölda leiksýninga, sjónvarpsþátta og kvikmynda og samið leikið efni fyrir sjónvarp og leikhús. Hún leikur í Ekki málið og Eltum veðrið í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún lék hér m.a. í Sjö ævintýrum um skömm, Nashyrningunum, Kópavogskróniku þar sem hún var annar af höfundum leikgerðar, Englinum, Einræðisherranum, Íslandsklukkunni, Gerplu, Ívanov og Heddu Gabler. Hún lék m.a. í Línu langsokk og Fólkinu í kjallaranum hjá LR, í kvikmyndinni Fúsa og sjónvarpsþáttunum Systraböndum, Ófærð og Stelpunum. Hún hlaut Grímuna fyrir Ívanov og var tilnefnd fyrir Sjö ævintýri um skömm, Kópavogskróniku, Ausu Steinberg, Sölku Völku, Ófögru veröld og Íslandsklukkuna. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Stelpurnar.

 

 

Nánar um feril:

Ilmur Kristjánsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2003. Hún hefur leikið í fjölda verkefna og samið leikið efni fyrir sjónvarp.

Í Þjóðleikhúsinu hefur Ilmur meðal annars leikið í Nashyrningunum, Kópavogskróniku, Englinum, Einræðisherranum, Íslandsklukkunni, Gerplu, Ívanov og Heddu Gabler.

Hún var annar leikgerðarhöfunda í Kópavogskróniku.

Meðal verkefna í Borgarleikhúsinu má nefna Línu langsokk, Úti að aka, Fólkið í kjallaranum, Ófögru veröld, Sölku Völku, Ausu Steinberg, Chicago, Púntila og Matta, Sekt er kennd, Belgíska Kongó, Terrorisma og Ræðismannsskrifstofuna.

Ilmur lék meðal annars í kvikmyndunum Fúsa, Ófeigur gengur aftur, Brúðgumanum og Dís, og sjónvarpsþáttunum Systraböndum, Ófærð, Stelpunum og Ástríði.

Hún var meðal handritshöfunda sjónvarpsþáttanna Stelpnanna og Ástríðar, sem hlutu fjölda tilnefninga til Eddunar.

Ilmur hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Ívanov og var tilnefnd fyrir Kópavogskróniku, Ausu Steinberg, Sölku Völku, Ófögru veröld og Íslandsklukkuna. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Stelpunum og var tilnefnd fyrir Ástríði, Brúðgumann og Dís.

Ljósmynd: Lilja Jónsdóttir.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími