/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

Leikari
/

Leikari

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir (Sigga Eyrún) útskrifaðist úr söngleikjadeild Guildford School of Acting. Hún lærði söng í Söngskólanum í Reykjavík, FÍH og CVI og er með kennsluréttindi (M.Art.Ed) úr Listaháskóla Íslands. Hún leikur í Nashyrningunum, Kardemommubænum, Leitinni að jólunum og Jól á tröppunum í Þjóðleikhúsinu, og lék hér áður í Vesalingunum. Eftir áramót mun hún leika í Sem á himni hér í Þjóðleikhúsinu. Meðal annarra sýninga sem hún hefur tekið þátt í eru Endurminningar Valkyrju í Tjarnarbíói, Mary Poppins, Sarínó Sirkúsinn, Grettir og Superstar í Borgarleikhúsinu, Hrekkjusvín í Gamla bíói og Uppnám (Viggó og Víóletta) í Leikhúskjallaranum. Hún hefur talsett fjölda teiknimynda, komið víða fram sem söngkona, meðal annars í Söngvakeppni RÚV, og gaf út sólóplötuna Vaki eða sef.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími