Leikari
Hákon Jóhannesson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2018. Hann leikur í Framúrskarandi vinkonu, Ástu, Sem á himni, Nashyrningunum, Kardemommubænum og Sýningunni okkar í Þjóðleikhúsinu í vetur, og lék í Meistaranum og Margarítu og Jónsmessunæturdraumi. Hann lék í söngleiknum Kabarett hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann lék í sjónvarpsþáttunum Brot og honum mun bregða fyrir í tveimur íslenskum þáttaröðum sem hefja göngu sína á næstu misserum. Hann hefur starfað bæði í sjónvarpi og útvarpi, og séð um innslög í þáttunum Vikan með Gísla Marteini. Hann kom fram fyrir hönd fréttamiðilsins Iceland Music News í tengslum við Eurovision í Ísrael árið 2019.