fbpx
/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hákon Jóhannesson

/

Leikari

Hákon Jóhannesson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2018. Hér í Þjóðleikhúsinu hefur hann leikið í Nashyrningunum, Jónsmessunæturdraumi, Ronju ræningjadóttur, Shakespeare verður ástfanginn, Meistaranum og Margarítu, Einræðisherranum og Kardemommubænum. Hann fór með hlutverk skemmtanastjórans í söngleiknum Kabarett hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann lék í sjónvarpsþáttunum Brot og hefur séð um innslög í þáttunum Vikan með Gísla Marteini. Undir nafninu HM Hákon starfaði hann sem sérfræðingur á RÚV í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fór í Rússlandi árið 2018.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími