/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hákon Jóhannesson

Leikari
/

Leikari

Hákon Jóhannesson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2018 og hefur síðan þá starfað hjá Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar, og leikið í sjónvarpi. Hann leikur í Sem á himni og Draumaþjófnum í Þjóðleikhúsinu í vetur, og lék nýlega í sýningunni Ástu. Fyrsta hlutverk Hákonar eftir útskrift var á Akureyri þar sem hann fór með hluverk skemmtanastjórans í söngleiknum Kabarett. Síðan þá hefur Hákon leikið í fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu. Honum hefur brugðið fyrir í ýmsum sjónvarpsþáttum ásamt því að hafa laumað sér í fáein fréttaviðtöl þar sem hann hefur skemmt landi og þjóð. Hann hefur nýlega tekið við stöðu listræns stjórnanda Leikhúskjallarans.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími