Sýningin okkar

Sýningin okkar

Nýstárleg áfallasaga sem skilur engan eftir ósnortinn
Svið
Loftið
Frumsýning
22. október
Verð
2.900 kr.
Heiðbrá hafði gefið upp alla von þar til hún hitti ástina sína hinum megin á hnettinum sem kynnti hana fyrir mætti „cacao“. Síðan þá hefur parið staðið í stórræðum og planar hvern viðburð á fætur öðrum. Framtíðin hefur aldrei verið bjartari. Konserta frumsýnir djarft, nýtt sviðsverk með aðferða- og fagurfræði snjallsímans að leiðarljósi.

Sérstakar þakkir fá: Hákon Jóhannesson, Ragnar Kjartansson, Margrét Bjarnadóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Tómas Sturluson, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, Sóley Lee Tómasdóttir, Ester Rún Mondragon, Sigurbjartur Sturla Atlason, Hjalti Rúnar Jónsson, Dansverkstæðið, starfsfólk og stjórn Þjóðleikhússins.

Leikhópurinn Konserta var stofnaður árið 2019 og notast við handahófs- og óreiðukenndar vinnuaðferðir við sköpun sviðsverka sem leka eins og ísmolar niður á bak áhorfenda. Eina regla Konserta er að það er allt í lagi að vera smá slappur.

Myndband

Slag

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími