Brett Smith er tónskáld, hljóðhönnuður og þverfaglegur listamaður frá Perth í Ástralíu. Hann er nú búsettur í Reykjavík. Hann hannaði m.a. hljóðmynd fyrir Frost og Hvað sem þið viljið í Þjóðleikhúsinu. Hann stundaði nám í jazztónlist við West Australian Academy of Performing Arts og lauk MFA gráðu í sviðslistum við Listaháskóla Íslands árið 2020. Brett hefur starfað við listsköpun víða um heim, og komið fram á hátíðum á borð við Edinburgh Fringe Festival, Montpellier Dance Festival, Montreux Jazz Festival og Sydney International Arts Festival. Hann hefur m.a. unnið með Australian Theatre for Young People og Black Swan State Theatre Company. Brett hefur hlotið fjölda styrkja og verðlauna fyrir verk sín og var nýlega tilnefndur til Performing Arts Western Australia Awards fyrir hljóðhönnun.
Starfsfólk Þjóðleikhússins