Katrín Halldóra Sigurðardóttir útskrifaðist frá leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2015. Hún stundaði áður söngnám við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og einnig á Jazz- og rokkbraut við Tónlistarskóla FÍH.
Hún leikur í söngleiknum Sem á himni og í Hvað sem þið viljið í Þjóðleikhúsinu í vetur.
Katrín hóf á sínum tíma störf hjá Þjóðleikhúsinu eftir útskrift árið 2015. Lék hún þá Henríettu í Í hjarta Hróa Hattar og Margréti í ≈ [um það bil] og var tilnefnd til Grímunnar fyrir bæði hlutverk sem leikkona ársins í aukahlutverki. Í Þjóðleikhúsinu lék hún einnig Dollí í Djöflaeyjunni, Bjönku í Óþelló og jólaálfinn Reyndar í Leitinni að jólunum. Hún lék nú síðast í Ást og upplýsingum í Þjóðleikhúsinu.
Katrín lék Elly uppfærslu Borgarleikhússins og Vesturports og var hún tilnefnd til Grímunnar sem leikkona ársins í aðalhlutverki og hlaut hún Grímuna sem söngvari ársins. Hún hlaut einnig Menningarverðlaun DV fyrir túlkun sína á Elly. Í Borgarleikhúsinu lék Katrín einnig í Sýningunni sem klikkar, Bæng, Sex í sveit og Vanja frænda.
Hún hefur leikið í ýmsum verkefnum fyrir sjónvarp, t.d. í Ófærð II, áramótaskaupum og var einn af handritshöfundum áramótaskaupsins árið 2018 sem hlaut Edduna sem skemmtiþáttur ársins.
Katrín er einn af stofnendum Improv Ísland og hefur komið fram á fjölmörgum sýningum hópsins í Þjóðleikhúskjallaranum auk þess sem hún er kennari á spunanámskeiðum.
Hún starfar einnig sem söngkona og hefur víða komið við á sviði tónlistar.