/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Karl Ágúst Úlfsson

þýðandi
/

Karl Ágúst Úlfsson þýddi nýlega og gerði leikgerð af verki Shakespeares Hvað sem þið viljið, í samvinnu við Ágústu Skúladóttur, í Þjóðleikhúsinu.

Karl Ágúst lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1981 og meistaragráðu frá Ohio University í leikritun og ritun kvikmynda- og sjónvarpsefnis 1994. Hann hefur leikið fjölmörg hlutverk við Þjóðleikhúsið, hjá Leikfélagi Reykjavíkur og með leikhópum. Meðal sjónvarps- og kvikmynda sem hann hefur leikið í eru Nýtt líf, Dalalíf, Löggulíf og Tilberinn. Hann var einn af stofnendum Spaugstofunnar árið 1985 sem framleiddi næstu 30 ár sjónvarps- útvarps- og sviðsefni. Karl hefur samið fjölda verka, bækur, ljóð, söngtexta, söngleiki, leikgerðir og leikrit. Meðal leikrita og leikgerða sem hann hefur samið eða átt þátt í að semja má nefna Í hvítu myrkri, Fíflið, Gosa, Góða dátann Svejk og vin hans, Í skugga Sveins, Benedikt búálf, Umhverfis jörðina á 80 dögum, Sól og Mána, Gulleyjuna. Hann hefur sent frá sér um 70 þýðingar á leikritum, skáldsögum, smásögum, ljóðum og söngtextum. Hann hefur meðal annars þýtt verk eftir Shakespeare, Henrik Ibsen, John Ford, Charles Dickens og Mark Twain.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími