/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Katrín Mist Haraldsdóttir

/

Katrín Mist Haraldsdóttir sér um sviðshreyfingar í Ástu í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Katrín Mist Haraldsdóttir útskrifaðist sem leikari frá Circle in the Square Theater School í New York árið 2013. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga sem leikari, danshöfundur, söngkona og dansari, m.a. í Skjaldmeyjum hafsins hjá Artik og Leikfélagi Akureyrar, og Matthildi og Níu lífum í Borgarleikhúsinu. Hún sá um dans- og sviðshreyfingar í Galdragáttinni, Krunk krunk og dirrendí, Núnó og Júníu, Gallsteinum afa Gissa og Pílu Pínu hjá Leikfélagi Akureyrar, og var þar aðstoðardanshöfundur í Kabarett. Hún rekur dansskólann DSA á Akureyri. Hún hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir Pílu Pínu.

 

 

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími