09. Sep. 2021

Leikhúsnámskeið í tengslum við sýninguna Ástu

Þjóðleikhúsið og Endurmenntun HÍ standa fyrir stuttu námskeiði í tengslum við sýningu leikhússins á Ástu, sunnudaginn 17. okt. kl. 16:00 – 18:00, í Kassanum. Fyrirlesarar eru Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir doktorar í íslenskum samtímabókmenntum og Ólafur Egill Egilsson höfundur leikverksins og leikstjóri.

Á námskeiðinu fjalla þær Guðrún og Sigrún Margrét um ævi og höfundarímynd Ástu, skáldskap hennar og sérstöðu í íslenskri bókmenntasögu. Litið verður yfir rithöfundarferil hennar og til dæmis vikið að því hvernig sögur hennar tala beint inn í samtímann. Að því loknu mun Ólafur Egill fjalla um það hvernig sögur, ljóð, myndlist og líf skáldkonunnar Ástu verða að leikverki.

Nánari upplýsingar og skráning á vef Endurmenntunar.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími