09. Sep. 2021

Þjóðleikhúsið og Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarf um kennsluefni

Barna- og unglingasýningar Þjóðleikhússins munu verða nýttar í kennsluefni sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands mun útbúa í samstarfi við fræðsludeild leikhússins


Þjóðleikhúsið og Menntavísindasvið HÍ hafa tekið höndum saman um gerð kennsluefnis fyrir börn og unglinga. Kennsluefnið mun byggja á barna- og unglingasýningum Þjóðleikhússins sem eru í sýningu hverju sinni og nýtast vel til að auka læsi ungmenna á leiklist og bæta aðgengi þeirra að leikhúsi. Kennsluefnið er hugsað jöfnum höndum fyrir almenna kennara og leiklistarkennara. 

Björn Ingi Hilmarsson frá fræðsludeild Þjóðleikhússins, Jóna Guðrún Jónsdóttir og dr. Rannveig Björk Þorkelsdóttir frá leiklistarkjörsviði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands skrifuðu undir samstarfssamning um þetta spennandi verkefni í vikunni. Þær sýningar sem um ræðir þetta árið eru m.a. Vloggið eftir Matthías Tryggva Haraldsson, Kafbáturinn eftir Gunnar Eiríksson og Ég get eftir Peter Engkvist. 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími