24. Sep. 2021

Rífandi stemmning á Kanarí í Kjallaranum

Það var rífandi stemmning í Þjóðleikhúskjallaranum um síðustu helgi þegar sketsasýningin Kanarí í Kjallaranum var frumsýnd við dynjandi hlátrarsköll áhorfenda.

Það er sketsahópurinn Kanarí sem stendur á bak við sýninguna en fremsta markmið hópsins er að gleðja fólk og kalla fram hlátur. Hópurinn byrjaði að skrifa sýninguna fyrir um ári síðan en til stóð að frumsýna síðasta vor. Það var því gríðarleg uppbyggð grínorka sem var loksins leyst úr læðingi með frumsýningu sketsasýningarinnar og voru áhorfendur á einu máli um ágæti hennar:

„Það leið næstum yfir mig af því að ég hló svo mikið að ég náði ekki andanum. Stórhættuleg sýning.“ – Vigdís Hafliðadóttir, uppistandari og söngkona

„Fór á Kanarí í gær og það var svo stórkostlega gaman og æðislegt. Til hamingju með þessa neglu (…) What a gríngengi!“ – Saga Garðarsdóttir

„Kanarí í Þjóðleikhúskjallaranum er eitt það fyndnasta sem ég hef séð! Guð minn góður hvað ég hló mikið“ – Villi Neto, uppistandari og leikari

„Kanarí er hin fullkomna deit-sýning. Viðbjóðslega fyndin og þessvegna auðvelt að spotta hvort deitið sé síkópati eða ekki. Og já mjög til í að fara aftur ef einhver vill bjóða mér á deit. takk.“ – Kristlín Dís Ingimarsdóttir

Kanarí verður í Kjallaranum að minnsta kosti næstu þrjár helgar en sýningar hefjast klukkan 21:00 og því tilvalið að kíkja eitthvað út að borða áður en sýning hefst. Áhorfendur eru síðan hvattir til þess að nýta sér nýstárlega þjónustu í hinum nýuppgerða Þjóðleikhúskjallara og panta sér drykk beint á borðið meðan á sýningu stendur.

KAUPA MIÐA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími