/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Matthildur Hafliðadóttir

/

Matthildur Hafliðadóttir tekur þátt í Ástu í Þjóðleikhúsinu í vetur og er meðal höfunda tónlistar.

Matthildur Hafliðadóttir hefur stundað tónlistarnám frá blautu barnsbeini, fiðlu-, píanó- og söngnám, við Tónmenntaskóla Reykjavíkur, söngskólann Domus Vox og tónlistarskóla FÍH. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í arkitektúr frá LHÍ. Hún hefur sungið á sviði frá níu ára haldi og samið tónlist í um áratug. Hún semur tónlist, flytur og gefur út sjálf. Hún gaf fyrst út tónlist árið 2018 og árið 2019 gaf hún út EP-plötuna My Own. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2019 sem bjartasta vonin. Hún hefur unnið talsvert í hljóðverum sem flytjandi, höfundur og framleiðandi.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími