/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Steinar Júlíusson

/

Steinar Júlíusson hefur unnið sem hreyfihönnuður og leikstjóri um árabil og starfar nú sem hreyfihönnuður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í grafískri hönnun árið 2007. Árið 2011 lauk hann námi í hreyfigrafík frá Hyper Island í Stokkhólmi. Hann hefur m.a. leikstýrt örverki með Unni Elísabetu Gunnarsdóttur á listahátíðinni Ég býð mig fram í Tjarnarbíói, skapað vídeóvörpun á sviði í einleiknum Ég dey í Borgarleikhúsinu og vídeóvörpun fyrir barnasýninguna Karíus og Baktus í Hörpu.

Steinar Júlíusson hannar myndband fyrir Ástu í Þjóðleikhúsinu í vetur.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími