/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Silja Hauksdóttir

Höfundur leikgerðar, Leikstjóri
/

Leikstjóri

Silja Hauksdóttir útskrifaðist með B.A.-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1999 og lærði kvikmyndagerð við FAMU í Prag árið 2003 og handritagerð við Binger Filmlab í Amsterdam. Hún úskrifaðist með M.F.A.-gráðu í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands 2018. Silja hefur skrifað handrit og leikstýrt kvikmyndum og sjónvarpsseríum um árabil. Hún skrifaði skáldsöguna Dís ásamt öðrum og leikstýrði samnefndri kvikmynd árið 2004. Hún hefur leikstýrt gamanþáttunum Stelpunum, Ríkinu og Ástríði, en síðastnefndu þættirnir hlutu Edduverðlaun fyrir besta leikna sjónvarpsefnið árið 2014. Einnig hefur hún leikstýrt tveimur Áramótaskaupum og verið einn af handritshöfundum. Silja leikstýrði Kópavogskróniku í Þjóðleikhúsinu, og gerði jafnframt leikgerð ásamt Ilmi Kristjánsdóttur. Silja leikstýrði kvikmyndinni Agnes Joy, sem hlaut Edduverðlaunin. Silja leikstýrir Systraböndum sem nú er í vinnslu og er spennuþrungin sjónvarpssería sem frumsýnd verður á næsta ári.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími