fbpx
Kanarí
Bráðfyndið gamanleikrit um vonleysi
Höfundur
Leikhópurinn Kanarí
Bráðfyndið gamanleikrit um vonleysi

Leikhópurinn Kanarí vinnur glænýja og bráðfyndna sketsasýningu í Kjallaranum. Kanarí er hópur grínista, leikara, sviðs- og handritshöfunda sem hefur gert garðinn frægan með samnefndum sketsaþáttum.

Í sýningunni eru sagðar sögur af ungu fólki á Íslandi í dag sem á það sameiginlegt að upplifa vonleysi. Það þarf að standa í skilum, líta vel út á samfélagsmiðlum, huga að andlegri heilsu og líðan, finna ástina og sjá til þess að
heimurinn endi ekki alveg strax.

Dregnar eru upp skyndimyndir
af persónum úr ýmsum áttum í fyndnum, stuttum atriðum, enda telur Kanarí húmor vera bestu leiðina til þess að tækla flóknu og erfiðu málin sem hrjá okkur.

Kanarí í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráði.

Steiney Skúladóttir
Leikstjórn
Guðmundur Felixson
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími