Kanarí
Kanarí er hópur grínista, leikara, sviðs- og handritshöfunda sem hefur gert garðinn frægan með samnefndum sketsaþáttum á RÚV. Sýningin er sketsasýning og því er framvindan ekki heilsteypt heldur eru sagðar stuttar sögur af fjölbreyttu fólki í allskyns aðstæðum.
Á meðal persóna sem bregður fyrir í sýningunni eru áhrifavaldar sem þurfa að hljóma gáfulega, vandræðalegir swingerar, vísindamaður sem smíðar hina fullkomnu konu og meira að segja námsráðgjafi í Hogwarts. Ekkert samhengi, enginn boðskapur, bara 70 mínútna langt hláturskast! Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráði.