/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Eygló Hilmarsdóttir

/

 

Eygló leikur í Eltum veðrið og Frosti í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Eygló Hilmarsdóttir útskrifaðist af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands vorið 2018.

Eygló lék í Jónsmessunæturdraumi og Shakespeare verður ástfanginn  í Þjóðleikhúsinu, og var aðstoðarleikstjóri í Meistaranum og Margarítu í Þjóðleikhúsinu.

Í Listaháskólanum lék hún Vigdísi í útskriftarverkefni leikaranema, Aðfaranótt, í Kassanum í Þjóðleikhúsinu, Katrínu í útvarpsleikritinu Lík af aumingja og Dunyösju í Kirsuberjagarðinum. Hún tók þátt í útskriftarverkefnum sviðhöfunda, SHE með Sigurlaugu Söru Gunnarsdóttur, Hagaharmi eftir Sigurjón Bjarna Sigurjónsson og Klassapíum eftir Evu Halldóru Guðmundsdóttur.

Áður en Eygló hóf nám við skólann lék hún í Konubörnum í Gaflaraleikhúsinu og Höllu í kvikmyndinni Gauragangi. Eygló lék jafnframt í sýningum Herranætur í Menntaskólanum í Reykjavík, þar á meðal Títaníu álfadrottningu í Draumi á Jónsmessunótt.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími