Eygló Hilmarsdóttir útskrifaðist af leikarabraut LHÍ vorið 2018 og hefur síðan starfað sem leikkona og höfundur í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Eygló er meðlimur í leikhópnum Blautir búkar sem sýnir Sund í kassanum á leikárinu og er handritshöfundur og leikkona í sketsaþáttunum Kanarí á RÚV. Kanarí hefur jafnframt gert sketsasýningar í Kjallaranum og Tjarnarbíói. Eygló lék Helenu í Jónsmessunæturdraumi í Þjóðleikhúsinu árið 2019 og Stefaníu í And Björk of Course hjá Leikfélagi Akureyrar í samstarfi við Borgarleikhúsið vorið 2024. Á þessu leikári leikur hún Rögnu í Eltum veðrið, Blævi í Frosti og í Sundi í Kassanum. Eygló er jafnframt í MA námi í ritlist við Háskóla Íslands.