/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Bernd Ogrodnik

Brúðumeistari
/

Bernd Ogrodnik frumsýnir í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020 leikrit sitt Brúðumeistarann , nýtt leikrit fyrir fullorðna. Hann sýnir einnig eina af vinsælum barnasýningum sínum, Gilitrutt, á brúðuloftinu.


Bernd Ogrodnik er einn af fremstu brúðuleikhúsmönnum samtímans. Auk þess að semja flest sín verk og leika, þá býr hann til allar brúðurnar í sýningunum, gerir leikmyndir og semur og flytur tónlist.

Bernd hefur ferðast til um 30 landa um allan heim með brúðuleiksýningar sínar og haldið fræðsluerindi á alþjóðlegum leiklistarhátíðum, ráðstefnum og í listaháskólum. Hann hefur gert brúður af ýmsu tagi fyrir ýmis leikhús víða um heim, sem og fyrir sjónvarp og kvikmyndir.

Bernd er fæddur í Þýskalandi en hefur búið hér á landi síðustu áratugi. Þau Hildur M. Jónsdóttir starfrækja brúðuleikhúsið Brúðuheima.

Fyrsta verkefni Bernds fyrir Þjóðleikhúsið var brúðugerð og brúðustjórnun í Klaufum og kóngsdætrum. 

Sýning hans, Umbreyting – ljóð á hreyfingu, var sýnd í Kassanum árið 2006 í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík.

Bernd sýndi einnig sýningar sínar Pétur og úlfinn, Klókur ertu, Einar Áskell og Gilitrutt í Þjóðleikhúsinu, fyrst í Kúlunni og svo á Brúðuloftinu eftir að hann og Brúðuheimar fluttu starfsemi sína í Þjóðleikhúsið.

Árið 2012 frumsýndi Bernd sýninguna sína Gamla manninn og hafið í Kúlunni og tveimur árum seinna var sýningin um Aladdín frumsýnd á Brúðuloftinu.

Nýjasta verk Bernds og Brúðuheima sem sett var upp með Þjóðleikhúsinu, er sýningin um Íslenska fílinn og var hún frumsýnd 2016 á Brúðuloftinu.

Bernd hefur í nokkur ár sýnt Sögustund í Þjóðleikhúsinu fyrir efstu bekki leikskóla.

Bernd hlaut Menningarverðlaun DV í leiklist árið 2010 og IBBY verðlaunin fyrir framlag sitt til barnamenningar árið 2006.

Flestar sýningar Bernds hafa hlotið tilnefningu til Grímuverðlaunanna og árið 2011 hlaut sýningin Gilitrutt Grímuna sem besta barnasýning ársins.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími