01. Jún. 2021

Kardemommubærinn tilnefndur sem sýning ársins á Sögum, verðlaunahátíð barnanna

Þau ánægjulegu tíðindi bárust á dögunum að Kardemommubærinn hafi fengið nokkrar tilnefningar á Sögum-verðlaunahátíð barnanna. Sýningin var tilnefnd sem leiksýning ársins, ræningjarnir þrír og börnin fjögur sem skipta með sér hlutverkum Tommí og Kamillu eru tilnefnd sem leikarar ársins.

Með hlutverk ræningjanna fara þeir Hallgrímur Ólafsson, Oddur Júlíusson og Sverrir Þór Sverrison. Börnin fjögur sem leika Tommí og Kamillu eru Bergþóra Hildur Andradóttir, Vala Frostadóttir, Jón Arnór Pétursson og Arnaldur Halldórsson.

 

Verðlaunahátíðin, sem fer fram í Hörpu laugardaginn 5. júní kl 19.45, verður í beinni útsendingu á RÚV. Sögur eru skemmtilegasta verðlaunahátíð landsins. Þar fá börn á aldrinum 6-12 ára tækifæri til að verðlauna það sem þeim hefur þótt skara fram úr í barnamenningu á árinu sem er að líða.


Jón Arnór Pétursson, Vala Frostadóttir, Bergþóra Árnadóttir og Arnaldur Halldórsson eru tilnefnd sem leikarar ársins á Sögum-verðlaunahátíð barnanna. Þau skipta með sér hlutverkum Tommí og Kammillu í Kardemommubænum.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími