08. Jún. 2021

Vertu úlfur hlýtur sjö tilnefningar til Grímunnar í ár

Rétt í þessu tilkynnti Sviðslistasambands Íslands um tilnefningar til Grímuverðlauna fyrir leikárið sem nú rennur sitt skeið. Sýningin Vertu úlfur, sem notið hefur fádæma vinsælda í Þjóðleikhúsinu i vetur, hlýtur alls sjö tilnefningar.

Vertu úlfur er tilnefnd sem sýning ársins, í flokknum leikrit ársins, Unnur Ösp Stefánsdóttir er tilnefnd sem leikstjóri ársins, Björn Thors sem leikari ársins í aðalhlutverki, Elín Hansdóttir fær tilnefningu fyrir leikmynd ársins, Björn Bergsteinn og Halldór Örn Óskarsson fyrir lýsingu ársins og Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson fyrir hljóðmynd ársins. Af öðrum verkefnum Þjóðleikhússins fær barnasýningin Kafbátur 4 tilnefningar, meðal annars sem barnasýning ársins, Kardemommubærinn, Kópvogskrónika og Nashyrningarnir hlutu tvær tilnefningar hver. Gríman sjálf verður afhent í beinni útsendingu á RÚV fimmtudagskvöldið 10. júní.

Leikárið hefur verið langt því frá hefðbundið og starfsfólk leikhúsanna og áhorfendur þurftu að sæta lagi á milli samkomutakmarkana sem reglulega komu í veg fyrir sýningar. Þrátt fyrir það auðnaðist listafólki leikhússins að koma á svið eftirminnilegum sýningum sem hreyfðu við áhorfendum og nutu mikillar hylli. Allar þessar fjórar sýningar munu halda áfram á fjölunum á næsta leikári sem nú er undirbúið af kappi í Þjóðleikhúsinu.

Vegna hins óvenjulega leikárs ákvað Sviðslistasamband Íslands að einungis yrðu þrjár tilnefningar í hverjum flokki en ekki fimm eins og venja er.
Allar tilnefningar má sjá hér!

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími