09. júní 2021

Tónlist í Rómeó og Júlíu

Auðunn Lúthersson hafði á síðustu mánuðum unnið ásamt fleiri tónlistarmönnum að tónlist fyrir sýninguna Rómeó og Júlíu sem er í þróun í leikhúsinu. Til stóð að hann tæki einnig þátt í flutningi tónlistarinnar í sýningunni.

Mánudaginn 7. júní tilkynnti Auðunn að hann myndi draga sig í hlé næstu mánuði og þar með lá fyrir að hann myndi ekki taka þátt í sýningunni Rómeó og Júlía. Dagana á undan höfðu stjórnendur leikhússins átt samtöl við hann og aðra í hópnum vegna umræðu á samfélagsmiðlum.

Sýningin Rómeó og Júlía er stór, viðamikil og enn í þróun. Nú er sumarleyfi í leikhúsunum og æfingar hefjast að nýju í ágúst. Í sýningunni verður fjölbreytt tónlist eftir ólíka listamenn en á þessum tímapunkti liggur ekki nákvæmlega fyrir hvaða tónlist verður notuð enda heldur þróun sýningarinnar áfram þegar æfingar hefjast að nýju.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími