/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Arnaldur Halldórsson

/

Arnaldur Halldórsson leikur í Umskiptingi í Þjóðleikhúsinu.

Arnaldur er í 10. bekk í Valhúsaskóla og hefur brennandi áhuga á leiklist, söng og dansi. Áhuginn vaknaði árið 2013 hjá Leynileikhúsinu og í framhaldi tóku við nokkur skemmtileg ár í Sönglist. Hann útskrifaðist sem ungleikari frá Leiklistarskóla Borgarleikhússins 2020. Arnaldur var Jólastjarna Björgvins 2017, fór með hlutverk Lars í söngleiknum Matthildi 2019-20. Hann lék Tommí í Kardemommubænum 2020-21 og hann fer með hlutverk Mattíhasar í leikritinu Er ég mamma mín sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Auk þess hefur hann talsett teiknimyndir og tekið þátt í ýmsum verkefnum og sýningum.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími