/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Snæfríður Ingvarsdóttir

/

Snæfríður Ingvarsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ vorið 2016. Hún leikur í Kardemommubænum og Rauðu kápunni í Þjóðleikhúsinu í vetur. Áður hefur hún leikið hér í Atómstöðinni – Endurliti, Útsendingu, Súper – þar sem kjöt snýst um fólk, sirkussöngleiknum Slá í gegn, Djöflaeyjunni, Tímaþjófnum, Óvini fólksins, Hafinu, Svartalogni og Fjarskalandi. Snæfríður fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Ölmu og lék í kvikmyndunum Mihkel – Undir Halastjörnu, Kaldaljósi og stuttmyndinni ÉG. Hún fór með hlutverk í sjónvarpsseríunum Ófærð 3 og Eurogarðinum. Snæfríður var tilnefnd til Edduverðlaunana fyrir leik sinn í Kaldaljósi og til Grímunnar fyrir leik sinn í Djöflaeyjunni.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími