/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Charlotte Spichalsky

/

Charlotte Spichalsky (f. 1986 í Wiesbaden) er aðstoðarmaður leikmynda- og búningahöfundar, Ninu Wetzel, í Ellen B. og Ex í Þjóðleikhúsinu.

Hún lærði leikhús- og kvikmyndafræði við Háskólann í Vínarborg og hönnun fyrir leikhús og kvikmyndir við Listaháskólann í Vínarborg. Hún hefur m.a. unnið við Burgtheater í Vín, Óperuna í Bonn og Schaubühne am Lehniner Platz Berlin. Hún var um árabil yfirmaður á módelverkstæði David Chipperfield Architects Berlin og starfar nú hjá Studio Michael Sailstorfer við leikmyndahönnun. Í störfum sínum vinnur hún við leikhús, kvikmyndir, arkítektur og innsetningar og hefur tekið þátt í sýningum hjá Arkitektúrtvíæringnum í Feneyjum, Comédie française og Sharjah art foundation. Hún vinnur gjarnan með leikmynda- og búningahöfundinum Ninu Wetzel, nú síðast við Ruhrtriennale 2021, fyrir sýninguna Bählamm’s Fest.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími