/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Marius von Mayenburg

/

Þýski leikhúslistamaðurinn Marius von Mayenburg, höfundur þríleiksins sem Þjóðleikhúsið sýnir og samanstendur af Ellen B., Ex og Egal, er eitt stórvirkasta og beittasta leikskáld Evrópu í dag. Verk hans hafa verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál og sett upp í leikhúsum víða um heim. Hann hefur einnig þýtt leikrit og leikstýrt eigin verkum og annarra. Hann starfaði lengi sem dramatúrg við hið virta leikhús Schaubühne í Berlín og hefur sett þar upp leiksýningar. Leikrit hans Sá ljóti, Stertabenda, Bæng og Eldfés hafa verið leikin hér á landi.

Marius von Mayenburg (f. 1972) nam miðaldabókmenntir í München og Berlín, og lærði leikritun við Universität der Künste Berlin á árunum 1994-1998. Hann hefur allt frá árinu 1998 starfað að fjölmörgum verkefnum með hinum þekkta, þýska leikstjóra Thomas Ostermeier, fyrst í Baracke-leikhúsinu (Deutsches Theater) og síðar við Schaubühne am Lehniner Platz í Berlín. Mayenburg hlaut Kleist-verðlaunin, sem veitt eru ungum leikskáldum, fyrir fyrsta verk sitt, Feuergesicht (Eldfés) árið 1997, Frankfurter Autorenstiftung-verðlaunin árið 1998 og var útnefndur athyglisverðasta nýja leikskáld ársins af gagnrýnendum leikhústímaritsins Theater heute árið 1999. Meðal fyrri verka hans eru Eldorado, Turista og Der Häßliche (Sá ljóti).

Frá árinu 2009 hefur Mayenburg leikstýrt fjölda verka við Schaubühne-leikhúsið í Berlín, meðal annars uppfærslum á eigin leikritum, svo sem Nachtland, Peng (Bæng), Perplex (Stertabendu), Märtyrer og Stück Plastik, en einnig Much Ado About Nothing eftir Shakespeare, Dúfunum eftir David Gieselmann og Reden über sex og Status quo eftir Maja Zade. Hann hefur einnig leikstýrt verkum eftir m.a. Oscar Wilde, Stefano Massini, Rafael Spregelburd og Alan Ayckbourn í ýmsum öðrum leikhúsum, m.a. Residenztheater München, Schauspielhaus Bochum og Niedersächsisches Staatstheater Hannover. Hann leikstýrði leikriti sínu Mars við Schauspiel Frankfurt árið 2018. Haustið 2021 leikstýrði hann leikriti sínu Ex við Riksteatern í Svíþjóð, en það er hluti af Mayenburg-þríleiknum sem Þjóðleikhúsið heimsfrumflytur í heild sinni, ásamt leikritunum Ellen B. og Egal, sem verða bæði frumflutt í Þjóðleikhúsinu.

Ásamt því að starfa sem leikskáld, dramatúrg og leikstjóri hefur Mayenburg þýtt leikrit. Hann þýddi leikrit Shakespeares Hamlet, Othello, Measure for Measure og Richard III fyrir uppfærslur Ostermeiers og Much Ado about Nothing, Twelfth Night og Romeo and Juliet sem hann leikstýrði sjálfur. Hann hefur einnig þýtt leikrit eftir samtímahöfunda á borð við Söruh Kane, Martin Crimp og Richard Dresser.

 

The National Theatre of Iceland stages the so-called „Lockdown-Trilogy“ by Marius von Mayenburg in 2022-2023, Ellen Babic, Ex and Egal. The plays Ellen Babic and Egal will be staged by Benedict Andrews and the play Egal by the author himself. The productions of Ellen B. and Egal at The National Theatre of Iceland will be world-premieres of the plays.

Marius von Mayenburg (*1972, Munich) is an author, director and translator. He studied playwriting at the Universität der Künste Berlin. Author of numerous plays that have been translated in more than 30 languages, like „Fireface“, „The Ugly One“, „Martyr“, „Plastic“ and „Ex“. Since 1999 he is a member of the artistic team at the Schaubühne am Lehniner Platz in Berlin. Most of his plays had their first production there. Translations include plays by Shakespeare, Sarah Kane and Martin Crimp. Since 2009 he has worked as a director in theatres in Berlin, Munich, Frankfurt, Düsseldorf, Stockholm and others.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími