/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Marius von Mayenburg

/

Þjóðleikhúsið stendur fyrir stórviðburði í íslensku leikhúslífi á Stóra sviðinu – heimsfrumsýningu á glænýjum þríleik eftir Marius von Mayenburg, sem talinn er eitt merkasta núlifandi leikskáld Evrópu. Hinn heimsþekkti leikstjóri Benedict Andrews leikstýrir tveimur verkanna, Ellen Babić og Ex, á leikárinu 2022-23 og Marius von Mayenburg mun sjálfur leikstýra því þriðja, Alveg sama, haustið 2023. Það er mikill fengur fyrir íslenska leikhúsgesti og listafólk að fá þessa virtu leikhúsmenn hingað til starfa. Leikritin eru afburðavel skrifuð og fjalla um ástina og valdið í samtímanum, nútímafólk og nándina, af nístandi hreinskilni og kolsvörtum húmor. Bitastæð hlutverkin eru öll í höndum stórleikara.

Marius von Mayenburg er eitt stórvirkasta og beittasta leikskáld Evrópu í dag. Verk hans hafa verið þýdd á fleiri en þrjátíu tungumál og sett upp í leikhúsum víða um heim, auk þess sem hann hefur leikstýrt eigin verkum og annarra. Hann starfaði lengi sem dramatúrg við hið virta leikhús Schaubühne í Berlín í heimalandi sínu, Þýskalandi og hefur sett þar upp leiksýningar. Leikrit hans Sá ljóti, Stertabenda, Bæng og Eldfés hafa verið sett upp hér á landi.

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími