17. Maí. 2023

Björn Thors og Ilmur Kristjáns í aðalhlutverkum í þriðja hluta þríleiks Maríusar von Mayenburg

Nú hefur verið opinberað hvaða leikarar eru í aðalhlutverkum í síðasta hluta Mayenburg-þríleiksins sem Þjóðleikhúsið er með til sýninga. Það eru þau Björn Thors og Ilmur Kristjánsdóttir sem bætast í hóp Gísla Arnar, Unnar Aspar, Nínu Daggar, Benedikts Erlings, Kristínar Þóru og Ebbu Katrínar sem hafa farið með aðalhlutverk í fyrri hlutunum tveimur, Ex og Ellen B., sem hlotið hafa einróma lof.   Þessi þrjú verk eru merk fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að hér er á ferð heimsfrumsýning á verkum eftir eitt eftirsóttasta leikskáld samtímans og vegna þess að þríleikur af þessu tagi hefur aldrei verið sviðsettur hérlendis.  Höfundurinn sjálfur, Marius von Mayenburg leikstýrir verkinu sjálfur en það var Benedict Andrews sem leikstýrði fyrri verkunum tveimur.

Ex og Ellen B. voru frumsýnd á þessu leikári og hlutu mikið lof gagnrýnenda og afragðs aðsókn. Meðal þess sem gagnrýnendur nefndu var að hér væri um heimsviðburð að ræða, sýningu þar sem allt gengi upp og að stjörnuleikur einkenndi uppsetningarnar.   Enn eru tvær sýningar eftir á EX á leikárinu en nú hefur verið ákveðið, vegna þeirra móttakna sem sýningarnar hafa fengið, að þær komi allar aftur á svið í nóvember og verði þá sýndar í takmarkaðan tíma.

Æfingar hófust í dag á þriðja hluti þríleiksins, Ekki málið, en verkið verður heimsfrumsýnt í Þjóðleikhúsinu í lok september.  Marius von Mayenburg leikstýrir verki sínu, Bjarni Jónsson þýddi en sem fyrr er það hinn virti hönnuður, Nína Wetzel sem hannar leikmynd og búninga.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími