/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Saadia Auður Dhour

Dansari
/

Saadia Auður Dhour útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá HR árið 2015 og æfði dans hjá Jazzballetskóla Báru á unglingsárum. Hún tók þátt í tveimur uppfærslum nemendafélags Verzlunarskóla Íslands og var dansari, aðstoðardanshöfundur og -þjálfari í Bollywoodsýningum Yesmine Olsson í Turninum og í Hörpu. Hún var einn af fjórum dönsurum í sýningu RIGG viðburða, TINA – drottning rokksins í Hörpu og í Hofi og dansaði í Mamma Mia í Borgarleikhúsinu. Saadia kenndi dans í Dansskóla Birnu Björnsdóttur og hefur komið ótal sinnum fram á sviði, í sjónvarpi og í myndböndum. Í vetur leikur hún í Sem á himni og Draumaþjófnum hér í Þjóðleikhúsinu.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími