Geim-mér-ei

Geim-mér-ei

Hugljúf og frumleg brúðusýning
Frumsýnt í janúar 2021
Svið
Kúlan
Verð
3.900 kr.
Leikstjóri
Agnes Wild
Höfundur
Leikhópurinn Miðnætti

Á fleygiferð um sólkerfið

Vala er forvitin og uppátækjasöm stelpa með brennandi áhuga á himingeimnum. Kvöld eitt brotlendir geimskip í garðinum hennar. Og viti menn! Vala kemur geimskipinu á loft og leggur upp í ævintýralegt ferðalag um sólkerfið. Þar kynnist hún geimverunni Fúmm og þrátt fyrir að þau séu í fyrstu smeyk hvort við annað myndast með þeim dýrmæt vinátta. Geim-mér-ei er heillandi og skemmtileg brúðusýning um ævintýraþrá, áræðni og vináttu.

Tilvalin fyrsta leikhúsupplifun!

Sýningin er flutt án orða með lifandi tónlist og hentar því börnum með ólík móðurmál.

Aldursviðmið: 2ja ára og eldri.

Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
– Leiklistarráði.

Vala og Fúmm lenda í ýmsum aðstæðum þar sem þau upplifa vanmátt og hræðslu en það er allt í lagi því innra með þeim býr kraftur, sjálfstæði og hugrekki og með samvinnu má sigrast á stærstu hindrunum.

Agnes Wild

Listrænir stjórnendur

Leikstjórn
Leikmynd og búningar
Tónlist og tónlistarflutningur

Leikarar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími