Geim-mér-ei
Hugljúf og frumleg brúðusýning
Frumsýnt í janúar 2021
Svið
Kúlan
Verð
3.900 kr.
Leikstjóri
Agnes Wild
Hrífandi brúðusýning án orða um óvænta vináttu

Vala er sex ára, forvitin og uppátækjasöm stelpa með brennandi áhuga á himingeimnum. Kvöld eitt brotlendir geimskip í garðinum hennar. Og viti menn! Vala fer um borð, kemur geimskipinu á loft og leggur upp í ævintýralegt ferðalag um sólkerfið þar sem hún kynnist undrum og kynjum alheimsins. En allt í einu lendir hún í vandræðum með geimskipið.

Þá birtist óvænt geimveran Fúm. Vala er í fyrstu smeyk við þessa undarlegu veru, en í ljós kemur að þau eru bæði í vanda stödd og þau læra að standa saman, hjálpa hvort öðru og tengjast dýrmætum vináttuböndum.

Aldursviðmið: 2ja ára og eldri.

Innra með öllum býr kraftur, sjálfstæði og hugrekki og með samvinnu má sigrast á stærstu hindrunum

Geim-mér-ei er hugljúf, frumleg og skemmtileg brúðusýning sem er leikin án orða og hentar því öllum börnum án tillits til móðurmáls og einnig börnum með skerta heyrn. Yngstu börnin heillast af sjónarspili leikmyndarinnar og brúðanna og samspili þeirra við grípandi tónlistina. Þau eldri læra um stjörnurnar og sólkerfið, en líka um vináttu, fordómaleysi og hugrekki.

Listrænir stjórnendur
Leikstjóri
Agnes Wild
Leikmynd og búningar
Eva Björg Harðardóttir
Tónlist og tónlistarflutningur
Sigrún Harðardóttir

Leikarar
Leikarar
/ /
Aldís Davíðsdóttir
/ /
Nicholas Arthur Candy
/ /
Geim mér-ei
Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími