/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Eva Björg Harðardóttir

/

Eva Björg gerir leikmynd í Geim-mér-ei í samstarfi Þjóðleikhússins og Miðnættis.

Eva Björg Harðardóttir lauk MA námi í leikmynda- og búningahönnun frá University of the Arts London árið 2016. Eva Björg er einn stofnenda leikhópsins Miðnættis og hefur hannað búninga og leikmyndir fyrir öll verkefni hópsins, þar á meðal Á eigin fótum (2017) sem hlaut tvær Grímutilnefningar, Djákninn á Myrká: Sagan sem aldrei var sögð (2019), Jólaævintýri Þorra og Þuru (2019) og sjónvarpsþættina Týndu jólin (2018) og Þorri og Þura:Vinir í raun (2020). 

Meðal annarra verka sem Eva Björg hefur hannað eru sýningin Tréð með leikhópnum Lalalab (2020), Ástarjátning með kammerhópnum Cauda Collective (2020), Shrek fyrir Kvennaskólann (2019), Krúnk krúnk og dirrindí fyrir Menningarfélag Akureyrar (2018), Fokkað í Fullveldinu á vegum fullveldishátíðar og Þjóðleikhússins (2018), Róló með Sirkus Íslands (2017), Framhjá rauða húsinu og niður stigann með leikhópnum Umskiptingum (2017) og Elska með leikhópnum Artik (2016). Einnig hefur Eva Björg starfað við kvikmyndagerð og sviðssetningar fyrir viðburði og heimildaþætti.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími