/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Aldís Davíðsdóttir

/

Aldís leikur í Geim-mér-ei í samstarfi Þjóðleikhússins og Miðnættis.

Aldís Davíðsdóttir Aldís Davíðsdóttir leikkona útskrifaðist 2011 úr BA leikara námi frá Rose Bruford í Bretlandi. Hún hefur unnið hvað mest við grímu og brúðusýningar en hún er einnig brúðu, grímu, búninga og leikmuna hönnuður. Hún hefur unnið að fjölda sýninga, þar má nefna að hún bjó til brúðurnar Fenrisúlf og Miðgarðsorm í Þitt eigið leikrit sem sýnt var í Kúlunni 2019. Bjó til og stýrði brúðunum í sýningunni Íó og stýrði brúðum í Tröll, bjó til búninga og leikmynd fyrir Nótnaheima, bjó til grímur fyrir og vann með götuleikhúsinu, bjó til búninga þar af einn stóran einhyrningshaus fyrir sænska danshópinn Blauba og svo má ekki gleyma að hún bjó til brúðurnar í Geim mér-ei í samstarfi við Evu Björgu Harðardóttur. Hún hefur leikið bæði á sviði og í sjónvarpi þar má nefna einleikinn Woman alone og Þuríði á Fróðá sem sýnd var í Fristiklefanum Rifi. Svo er hún aðalsöngvari í þjóðlaga pop bandinu Sunnyside Road sem hefur spilað víðsvegar og átt nokkur lög á vinsældarlistum. Hún er einn stofnenda leikhópsins Skýjasmiðjunnar  sem hlaut tvær grímutilnefningar árið 2013 fyrir heilgrímu sýninguna Hjartaspaðar. En þau settu einmitt líka upp í kúlunni 2014 barna sýninguna Fiskabúrið.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími