/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Þórarinn Eldjárn

/

Þórarinn Eldjárn nam bókmenntir og heimspeki við Háskólann í Lundi í Svíþjóð og lauk þaðan fil kand prófi 1975. Hann hefur sent frá sér fjölda frumsaminna verka, ljóðabækur, smásagnasöfn, skáldsögur og leikrit, og auk þess þýtt bókmenntaverk fyrir fullorðna og börn. Hann hefur m.a. þýtt ýmis leikrit og söngleiki, m.a. Lé konung, Macbeth, Jónsmessunæturdraum og Hamlet eftir Shakespeare og söngleikina Sem á himni og Mamma Mia, auk þess sem hann hefur samið og þýtt söngtexta fyrir leiksýningar. Þórarinn hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir ritstörf sín, m.a. verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu og Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar. Hann var borgarlistamaður Reykjavíkur 2008.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími