/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Edda Björgvinsdóttir

Leikari
/

Edda Björgvinsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1978, lauk MA-námi í menningarstjórnum frá Háskólanum á Bifröst 2013 og stundaði diplómanám í jákvæðri sálfræði við Háskóla Íslands 2014-2015. Hún hefur starfað sem leikkona í fjölmörgum sýningum hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og sjálfstætt starfandi leikhúsum, auk þess sem hún hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsmynda, skrifað leikið efni af ýmsu tagi og fengist við leikstjórn. Edda hefur verið fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu undanfarin ár og lék hér m.a. í Rauðu kápunni, Ronju ræningjadóttur, Súper, Slá í gegn og Risaeðlunum. Edda hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Undir trénu.

 

Nánar:

Edda hefur starfað sem leikkona í fjölmörgum sýningum hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Íslands, Leikhúsmógúlnum, Leikfélaginu Destiny og sjálfstætt starfandi leikhúsum, auk þess sem hún hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsmynda.

Edda útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1978. Hún lauk MA-námi í menningarstjórnum frá Háskólanum á Bifröst árið 2013 og stundaði diplómanám í jákvæðri sálfræði við Háskóla Íslands 2014-2015.

Hún leikur í Sem á himni og Rauðu kápunni í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Edda lék í Shakespeare verður ástfanginn, Meistaranum og Margarítu, Ronju ræningjadóttur, Súper, Slá í gegn, Risaeðlunum, Halldór í Hollywood, Allir á svið, Áhorfandinn í aðalhlutverki, Pétur Gautur, Flugleikur, Amma þó og Línu langsokk  í Þjóðleikhúsinu.

Meðal annarra leiksýninga sem Edda hefur leikið í eru Allveg brilljant skilnaður, Leitin að vísbendingu um vitsmunaverur í alheiminum, Sex í sveit, Afaspil, Einhver í dyrunum og Allt í vitleysu í Borgarleikhúsinu, EDDAN!, Hjónabandssæla, Brávallagatan Arnarnesið og NÖRD  í Gamla bíói, Fúlar á móti hjá Leikfélagi Akureyrar, 5 stelpur.com í Austurbæ, Sápa 1 og 2 í Kaffileikhúsinu, Þjónn í súpunni og Ferðin á heimsenda í Iðnó og Þjóðleikur, Blómarósir og Heimilisdraugar hjá Alþýðuleikhúsinu.

Edda leikstýrði Blakkáti í Gaflaraleikhúsinu.

Meðal kvikmynda sem Edda hefur leikið í eru Undir trénu, Ófeigur gengu aftur, Þetta reddast, Villiljós, Hin helgu vé, Karlakórinn Hekla, Perlur og svín, Gullsandur, Hrafninn flýgur, Stella í framboði og Stella í orlofi.

Í sjónvarpi lék Edda meðal annars í Eddan engum lík, Heilsubælinu í Gervahverfi, Föstum liðum eins og venjulega, Félagsheimilinu, Bleikum slaufum, Hvíta víkingnum, Líkamlegt samband í Norðurbænum og fjölda áramótaskaupa. Hún hefur líka unnið útvarpsefni af ýms tagi, og má þar nefna Bibbu á Brávallagötunni og Ella á tali.

Edda hefur rekið eigin leikhús (GEB slf., Gríniðjuna, List og Fræðslu, Fræðsluleikhúsið) og að auki leikstýrt og samið efni fyrir velflesta ljósvakamiðla á Íslandi.

Auk starfa sinna að leiklist hefur Edda meðal annars haldi fjölda fyrirlestra og námskeiða um húmor, stjórnun og tjáningu. Hún hefur einnig starfað víða sem fararstjóri og meðal annars boðið upp á sérhannaðar sjálfsstyrkingar- og gleðiferðir fyrir konur víða um heim.

Edda hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Undir trénu.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími