/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Lee Proud

Danshöfundur
/

Lee Proud sér um dans og sviðshreyfingar í söngleiknum Stormi í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Lee Proud hefur séð um dans, sviðshreyfingar og leikstjórn í fjölda sýninga í Bretlandi og víða um heim. Hann sá m.a. um dans og sviðshreyfingar í Sem á himni í Þjóðleikhúsinu, Mary Poppins, Billy Elliot, Mamma Mia!, Rocky Horror, Matthildi, 9 lífum og Emil í Kattholti í Borgarleikhúsinu og í Kabarett, Vorið vaknar og Chicago og Benedikt búálfi hjá Leikfélagi Akureyrar. Meðal nýlegra verkefna hans sem leikstjóri og danshöfundur í Bretlandi eru Hairspray og Singing in the Rain, og hann mun leikstýra 42nd St og Grease í sumar. Hann leikstýrði m.a. The Music of Andrew Lloyd Webber hjá Curve Leicester og Once On This Island hjá Southwark Playhouse. Meðal verkefna hans sem leikstjóri og danshöfundur í Danmörku eru Kinky Boots, sem hlaut Reumert-verðlaunin, Sister Act og nú síðast Anastasia. Lee Proud hefur verið listrænn stjórnandi og danshöfundur Söngvakeppninnar hjá RÚV frá árinu 2019. Hann hefur fengið fjölda tilnefninga til Grímuverðlaunanna og hlaut verðlaunin fyrir Matthildi og Chicago.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími