/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Kristinn Óli S. Haraldsson

Leikari
/

Kristinn Óli S. Haraldsson útskrifaðist af leikarabraut við Listaháskóla Íslands vorið 2025.

Hann leikur í Ormstungu og Línu Langsokk í Þjóðleikhúsinu.

Hann samdi tónlist ásamt Jóa P. fyrir Orra óstöðvandi.

Hann byrjaði ungur að leika á sviði og í kvikmyndum. Sem barn fór hann með hlutverk í kvikmyndinni Bjarnfreðarson (2009) og tók þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á sýningunum Óvitar (2013) og Fjalla-Eyvindur og Halla (2015). Á síðustu árum tók Kristinn Óli þátt í söngleiknum We Will Rock You í Háskólabíó, fór með hlutverk í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Benedikt Búálfi, Litlu hryllingsbúðinni, Jóla Lólu og í söngleiknum Hlið við Hlið sem settur var upp í Gamla bíó 2021.

Kristinn Óli er einn af eigendum Afturámóti sem hefur haldið úti sumarleikhúsi í Háskólabíói síðustu ár. Þá fór Kristinn Óli með hlutverk í kvikmyndinni Agnes Joy sem kom út árið 2019.

Kristinn Óli hefur komið víða við í listinni þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur m.a. skapað sér gott orð sem tónlistarmaður undir nafninu Króli. Árið 2017 gaf hann út lagið B.O.B.A, með félaga sínum JóaPé, sem sló rækilega í gegn. Kristinn Óli hefur gefið út fimm plötur síðan árið 2017 og átti þar á meðal mest seldu plötu ársins 2018. Hann hefur auk þess fimm sinnum hlotið Hlustendaverðlaunin og fjórum sinnum fengið Íslensku tónlistarverðlaunin og bæði samdi og flutti lokalag áramótaskaupsins árið 2018.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími